Benteke tekur ákvörðun eftir EM

Christian Benteke skorar úr vítaspyrnu fyrir Liverpool.
Christian Benteke skorar úr vítaspyrnu fyrir Liverpool. AFP

Christian Benteke ætlar að taka ákvörðun um hvort hann verði um kyrrt á Anfield eður ei eftir Evrópumótið í Frakklandi.

Benteke, sem var keyptur til Liverpool fyrir 32,5 milljónir punda síðasta sumar, í þjálfaratíð Brendan Rodgers, fékk lítið að spila eftir að Jürgen Klopp tók við þjálfarastarfinu í október.

„Ég er enn samningsbundinn við Liverpool og mig langar til að vera um kyrrt, ef ég er hluti af framtíðaráformum þjálfarans. Ef svo er ekki verður erfitt fyrir mig að vera hér,“ sagði Benteke.

„Þegar Klopp kom sá ég að ég væri ekki hluti af áformum hans. Það var pirrandi því ég vissi að hann vildi fá mig eftir fyrsta tímabilið mitt hjá Aston Villa. En við höfum rætt saman allmörgum sinnum og ég skil ákvarðanirnar hans. Ég mun íhuga þetta frekar eftir EM.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert