Man. Utd gerir atlögu að Pogba

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Manchester United hafði samband við Paul Pogba í von um að fá þennan miðjumann Juventus í sínar raðir en hann vill bíða í von um að fá símtal frá Real Madrid.

Pogba yfirgaf Manchester United árið 2012 í von um að fá meiri leiktíma. Hann fór til Juventus þar sem Frakkinn ungi hefur blómstrað og er í dag á meðal bestu miðjumanna heims. José Mourinho, nýráðinn knattspyrnustjóri United, vill ólmur styrkja miðjuna og hefur mikinn áhuga á Pogba.

Mino Raiola, sem er umboðsmaður Pogba og Zlatan Ibrahimovic meðal annars, hefur verið í sambandi við fulltrúa Manchester United en heimildir nálægt Pogba herma að hann vilji vita hvort Real Madrid sýni sér frekari áhuga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert