United að vinna kapphlaup um vonarstjörnu Sviss

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Manchester United er sagt vera að vinna kapphlaupið um vonarstjörnu Svisslendinga, Breel Embolo. Þetta kemur fram í The Mirror í dag.

Kappinn er liðsfélagi landsliðsmannsins Birkis Bjarnasonar hjá Basel í Sviss, 19 ára gamall og er með svissneska landsliðinu á EM í Frakklandi.

Bæði Liverpool og Tottenham hafa einnig verið á höttunum eftir Embolo en hann hefur skorað 30 mörk í 86 leikjum fyrir svissnesku meistarana frá 2014.

Talið er að United muni greiða kappanum 4,6 milljónir punda í árslaun, um 810 milljónir íslenskra króna.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er þegar búinn að næla sér í varnarmann Villarreal, Eric Bailly, en sá kostaði 30 milljónir punda. Viðræður um kaupverð á Embolo verða hafnar eftir EM.

Breel Embolo á æfingu svissneska landsliðsins á dögunum.
Breel Embolo á æfingu svissneska landsliðsins á dögunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert