Rooney tilbúinn að framlengja við United

Rooney leikur listir sínar á EM í knattspyrnu.
Rooney leikur listir sínar á EM í knattspyrnu. AFP

Fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, Wayne Rooney, segist opinn fyrir því að leika með Manchester United þar til hann leggur skóna á hilluna.

Rooney, sem er þrítugur, gekk til liðs við Manchester United frá Everton fyrir tólf árum. Hann á þrjú ár eftir af núgildandi samningi sínum við United en er tilbúinn að skrifa undir enn lengri samning.

„Ég er með samning við félagið en ég hefði ekkert á móti því að framlengja hann. Það er hins vegar undir félaginu komið hvað gerist,“ sagði Rooney.

Rooney hefur skorað 245 mörk fyrir Manchester United og þarf einungis að skora fimm mörk í viðbót til að verða markahæsti leikmaðurinn í sögu félagins. Hann myndi þá komast upp fyrir Sir Bobby Charlton, sem skoraði 249 mörk fyrir United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert