Brexit gæti breytt enska boltanum

Vilhjálmur Bretaprins ræðir hér við Greg Dyke á landsleik Englands …
Vilhjálmur Bretaprins ræðir hér við Greg Dyke á landsleik Englands og Slóvakíu á EM í knattspyrnu á dögunum. AFP

Formaður enska knattspyrnusambandsins, Greg Dyke, segir að Brexit, úrganga Breta úr Evrópusambandinu, gæti reynst góð fyrir breska leikmenn og knattspyrnu.

„Hvað fótbolta varðar þá gæti þetta breytt miklu. Hlutir eins og Bosman-dómurinn og aðrir evrópskir úrskurðir munu ekki gilda um okkur í framtíðinni,“ sagði Dyke við Sky Sports í dag en Bosman-dómurinn varðar atvinnufrelsi knattspyrnumanna og gerir þeim kleift að semja við önnur félög þegar samningar þeirra við félagslið eru útrunnir.

„Á hinn bóginn er það allt annað mál að við munum ekki vita skilmálana fyrr en við förum út. Ef lög um frjálst fræði vinnuafls breytast geta ensk félög ekki bara keypt hvaða evrópska leikmann sem þau vilja. Það verður meira ferli,“ sagði Dyke.

„Félögin munu hiklaust vilja frjálsan markað - en hvort það sé mögulegt munum við ekki að fá að vita fyrr en eftir tvö ár,“ sagði Dyke.

Dyke var myrkur í máli er hann var spurður hvað hjarta hans segði um Brexit - en svaraði spurningunnni á þá leið að hann tæki vel í þetta væri þetta betra fyrir breska knattspyrnumenn sem fengju kannski fleiri tækifæri með aðalliðum sinna félaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert