Stjóri Everton dásamar Gylfa

Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson glaðbeittir eftir sigurinn í …
Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson glaðbeittir eftir sigurinn í gærkvöld. AFP

Hollenski knattspyrnustjórinn Ronald Koeman, sem stýrir Everton í ensku úrvalsdeildinni, lofar Gylfa Þór Sigurðsson í hástert í Daily Mirror.

Koeman nefndi Gylfa sérstaklega í skrifum sínum fyrir leik Íslands og Englands í gærkvöld, og velta menn nú vöngum yfir því hvort Everton muni hugsanlega reyna að fá Gylfa frá Swansea eftir EM.

„Ég kann vel að meta Gylfa Sigurðsson. Hann er hæfileikaríkur gæðaleikmaður í úrvalsdeildinni. Hann er í liði sem einkennist af hörku og keppnisskapi en kryddar liðið með aukaskammti af gæðum,“ sagði Koeman.

Gylfi skoraði 11 mörk á síðustu leiktíð fyrir Swansea, fleiri en nokkur miðjumanna Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert