Allardyce tekur við enskum

Sam Allardyce.
Sam Allardyce. AFP

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland, verður næsti þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. 

Sky Sports birtir frétt þess efnis í dag og segir að Allardyce verður kynntur sem nýr þjálfari á næsta sólarhring. Enska knattspyrnusambandið hefur látið Sunderland vita og liðið getur því hafið leit að eftirmanni hans.

Allardyce og Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, voru báðir boðaðir í viðtal vegna starfsins. Allardyce hefur stýrt Bolton, Blackburm Newcastle, West Ham og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. 

Hann tekur við liðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir að Ísland sigraði England í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert