Bjóða 60 milljónir punda í Lukaku

Romelu Lukaku í baráttu við leikmenn Wales á EM 2016
Romelu Lukaku í baráttu við leikmenn Wales á EM 2016 AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur boðið 60 milljónir punda í Romelu Lukaku, framherja Everton, samkvæmt ítalska íþróttablaðamanninum Gianluca Di Marzio. 

Hinn 23 ára gamli Lukaku er belgískur framherji og fór mikinn á fyrri hluta seinasta tímabils Í heildina skoraði hann 18 deildarmörk í 37 leikjum. Vistaskiptin ættu ekki að vera honum framandi því að hann var áður á mála hjá Chelsea og var fyrir tveimur árum seldur til Everton fyrir 28 milljón pund. 

Orðrómurinn vekur spurningar um framtíð framherjans Diego Costa hjá Chelsea. Hann var slakur á síðasta tímabili og hefur þrálátlega verið orðaður við sitt gamla félag Atletico Madrid. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert