Moyes í stað Allardyce

David Moyes stýrði Everton í 11 ár við góðan orðstír.
David Moyes stýrði Everton í 11 ár við góðan orðstír. AFP

Fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, David Moyes, er efstur á blaði hjá enska félagsliðinu Sunderland til að taka við liðinu af Sam Allardyce sem verður að öllum líkindum kynntur sem nýi knattspyrnustjóri Englands á næstu dögum. Þetta herma heimildir Sky. 

Allardyce var ráðinn til Sunderlands snemma á síðasta leiktímabili eftir hörmulega byrjun. Hann náði með naumindum að komast hjá falli á kostnað erkifjenda liðsins, Newcastle, við mikinn fögnuð stuðningsmanna. 

Moyes hefur verið án þjálfarastarfs frá nóvember 2015 þegar hann var rekinn frá Real Sociedad sem leikur í efstu deild á Spáni. Hann gerði garðinn frægan með Everton sem hann stýrði í 11 ár á tímabilinu 2002 til 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert