Bolt bíður eftir símtali frá Mourinho

Usain Bolt.
Usain Bolt. AFP

Spretthlauparinn Usain Bolt grínaðist í dag með að hann biði eftir símtali frá José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United. 

Bolt, sem er 29 ára og hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum, er stuðningsmaður Manchester United. „Það er ekki búið að hringja í mig en ég bíð rólegur. Ég held að hann ætli að bíða þar til eftir Ólympíuleikana,“ sagði Bolt glottandi en Ólympíuleikarnir fara fram í næsta mánuði.

Spretthlauparinn er ánægður með José Mourinho og telur að United geti farið að berjast um titla af fullum krafti. „Ég er ánægður. Mourinho er sigurvegari sem leggur hart að sér til að vinna og það er akkúrat það sem United þurfti,“ bætti Bolt við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert