Markvörður Liverpool lék í framlínunni

Shamal George lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liveprool í …
Shamal George lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liveprool í gær í óvenjulegri stöðu. Ljósmynd / liverpoolfc.com

Shamal George 18 ára gamall markvörður Liverpool lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins í gær í 2:0 sigri liðsins gegn Huddersfield. Það væri ekki frásögu færandi nema vegna þess að Shamal George kom inná í framlínu Liverpool í leiknum. 

Brasilíski miðvallarleikmaðurinn Lucas Leiva meiddist í seinni hálfleik og Jürgen Klopp hafði skipt inn á öllum útileikmönnum sínum. Þá voru góð ráð dýr en Shamal George var sendur inná og veitti Danny Ings félagsskap í fremstu víglínu Liverpool. 

Shamal George náði ekki að koma sér á blað, en stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir með frammistöðu hans og fögnuðu tilþrifum hans ákaft. Það voru Marko Grujic sem gekk til liðs við Liverpool frá Rauðu stjörnunni fyrr á árinu og Alberto Moreno sem skoruðu mörk Liverpool í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert