Mourinho leitar að síðasta púslinu

Jose Mourinho stýrir æfingu hjá Manchester United í Shanghai í …
Jose Mourinho stýrir æfingu hjá Manchester United í Shanghai í gær. AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hyggst kaupa einn leikmann sem mun styrkja liðið umtalsvert áður en leikmannamarkaðurinn í Englandi lokast 31. ágúst. Mourinho segir að leitin standi yfir og allt sé samkvæmt áætlun hjá félaginu á félagaskiptamarkaðnum.

Talið er að franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba sem hefur orðið ítalskur meistari með Juventus síðastliðin fjögur ár og ítalskur bikarmeistari með liðinu síðustu tvö ár sé sá leikmaður sem verði síðustu stóru kaup Manchester United í sumar. 

„Við lögðum línurnar um hvað okkur vantaði á leikmannamarkaðnum. Okkur vantaði hryggjarstykki í liðið og til þess að skapa góðan hrygg vantaði fjóra leikmenn. Við höfum nú þegar keypt þrjá af þessum fjórum leikmönnum og höfum nú rúman mánuð til þess að finna þann fjórða,“ sagði Mourinho í samtali við blaðamenn í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert