Rooney líst vel á nýráðinn landsliðsþjálfara

Rooney ætlar að halda áfram að leika með enska landsliðinu.
Rooney ætlar að halda áfram að leika með enska landsliðinu. AFP

Landsliðsfyrirliði enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Wayne Rooney, telur að nýr landsliðsþjálfari hafi verið rétti kosturinn í stöðuna en Sam Allardyce var ráðinn landsliðsþjálfari.

Allardyce, sem er 61 árs, hefur stýrt Sunderland, West Ham, Blackburn, Newcastle og Bolton í ensku úrvalsdeildinni en aldrei tekist að vinna titil. Rooney er þó sannfærður um ágæti stjórans.

„Ég held að þetta sé góð ráðning fyrir England. Hann mun örugglega láta liðið spila öðruvísi knattspyrnu en vonandi náum við árangri undir hans stjórn,“ sagði Rooney.

„Ég þekki hann bara í gegnum þau lið sem hann hefur stýrt,“ sagði Rooney og bætti við að hann ætlaði að halda áfram að leika með enska landsliðinu:

„Auðvitað ætla ég að halda áfram. Ég verð til staðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert