Getur ekki hætt að brosa

Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu karla.
Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu karla. AFP

Sam Allardyce var í sæluvímu allan gærdaginn eftir að tilkynnt var að hann hefði verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu karla. Sam Allardyce hefur að eigin sögn verið með bros á vör síðan staðfest var að hann myndi taka við enska liðinu og erfitt væri að kippa honum niður úr skýjunum. 

„Afsakið en ég get ekki falið ánægju mína og hef brosað samfleytt síðan mér var tjáð að ég hreppti hnossið. Þetta er starf sem ég hef beðið eftir í mörg ár og ég er hæstánægður með að sitja hér fyrir svörum sem þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu karla,“ sagði Sam Allardyce í samtali við heimasíðu enska knattspyrnusambandsins.

Samningur Sam Allardyce við enska knattspyrnusambandið er til tveggja ára, en honum er ætlað að tryggja Englandi sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi árið 2018. England er í riðli með Slóvakíu, Möltu, Slóveníu, Skotlandi og Litháen í undankeppni fyrir lokakeppni mótsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert