Gæti verið frá í fimm mánuði

Per Mertesacker er meiddur.
Per Mertesacker er meiddur. AFP

Per Mertesacker, fyrirliði Arsenal á Englandi, gæti verið frá í allt að fimm mánuði vegna hnémeiðsla. Hann meiddist í æfingaleik gegn franska liðinu Lens á dögunum og missir væntanlega af fyrri hluta tímabilsins.

Þjóðverjinn var gerður að fyrirliða fyrir komandi tímabil en hann átti að standa vaktina í vörninni með franska leikmanninum Laurent Koscielny.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, fer með fáa reynslumikla varnarmenn til Bandaríkjanna í æfingaferð en Koscielny er enn í fríi eftir Evrópumótið og þá er Gabriel Silva meiddur.

Calum Chambers og Rob Holding sem kom frá Bolton á dögunum gætu fengið að spila mikið í Bandaríkjunum en ljóst er að Wenger gæti þurft að styrkja sig frekar í vörninni áður en enska deildin hefst eftir tvær vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert