Finnst hann þurfa að sanna sig á nýjan leik

Henderson með knöttinn í leik á EM í sumar.
Henderson með knöttinn í leik á EM í sumar. AFP

Fyrirliða Liverpool finnst hann þurfa að sanna sig upp á nýtt með liðinu á komandi keppnistímabili í ensku knattspyrnunni.

Fyrirliðinn, Jordan Henderson, meiddist á hné í fyrri leik liðsins gegn Dortmund í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Leikurinn fór fram í byrjun apríl og missti Henderson af síðustu vikum tímabilsins vegna áðurnefndra meiðsla.

„Ég segi alltaf að nýtt tímabil sé það stærsta á ferlinum. Þetta er það sama á hverju ári,“ sagði Henderson við sjónvarpsstöð Liverpool.

„Þetta er stórt tímabil, fyrir mig og liðið. Mér finnst ég þurfa að komast aftur út á völlinn og sanna gildi mitt en ég hlakka mikið til þess,“ bætti Henderson við en Liverpool mætir Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeilarinnar 14. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert