Rætt um vetrarhlé í úrvalsdeildinni

Martin Glenn og Sam Allardyce þegar Allardyce var kynntur sem …
Martin Glenn og Sam Allardyce þegar Allardyce var kynntur sem þjálfari Englands. AFP

Formaður ensku úrvalsdeildarinnar, Richard Scudamore, tekur undir hugmyndir um innleiðingu vetrarhlés í deildinni og segir að viðræður séu í gangi við enska knattspyrnusambandið til að koma því um kring. 

Nýráðinn þjálfari enska landsliðsins, Sam Allardyce, hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar þéttu dagskrár deildarinnar sem er milli jóla og nýárs og sem landsliðsþjálfari hefur hann nú enn ríkari ástæðu til að ensku leikmennirnir sé í góðu standi í lok tímabilsins. 

„Það væri gott fyrir bæði úrvalsdeildina og landsliðið ef við næðum þessu fram. Janúar og febrúar eru erfiðustu mánuðirnir fyrir leikmennina,“ sagði Allardyce. 

Martin Glenn, forstjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur lýst stuðningi við hugmyndirnar en telur að bíða þurfi með innleiðingu þar til sjónvarpssamningurinn rennur út eftir þrjú ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert