Þetta var vandræðalegt fyrir Kínverjana

Mourinho og félagar eru farnir aftur til Manchester.
Mourinho og félagar eru farnir aftur til Manchester. AFP

„Þessi ferð var algjör óþarfi og það er ljóst að hvorugur knattspyrnustjóranna vildi keppa leikinn eða ferðast,“ sagði sparkspekingurinn Danny Mills um frestaðan leik Manchester United og Manchester City sem átti að fara fram í Kína í gær.

Leiknum var frestað vegna slæmra vallarskilyrða en fyrir áætlaðan leik kvartaði José Mourinho, knattspyrnustjóri United, yfir vellinum. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, hafði vonast til þess að hans menn myndu ekki meiðast í leiknum sem ekkert varð síðan af.

„Þetta var mjög vandræðalegt fyrir Kínverjana. Þeir eru að kaupa dýra leikmenn í sína deild og þeir geta ekki einu sinni haldið vináttuleik á Ólympíuvellinum, sem ætti að vera besti völlurinn,“ bætti Mills við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert