Tilkynntu höfnunina á Twitter

Alexandre Lacazette í vináttuleik Lyon gegn Sporting.
Alexandre Lacazette í vináttuleik Lyon gegn Sporting. AFP

Franska félagsliðið Lyon hefur farið þá óvenjulegu leið að tilkynna á Twitter að það hafi hafnað tilboði Arsenal í framherjann Alexandre Lacazette. Arsenal bauð 35 milljónir evra í leikmanninn sem Lyon þykir of lágt.

Eigandi Lyon tilkynnti fyrr í sumar að 37 milljón evra tilboði West ham United hefði verið hafnað og því kemur ákvörðunin ekki á óvart. 

Alexandre Lacazette er 25 ára Frakki sem kom upp gegnum unglingastarf Lyon. Á síðasta tímabili skoraði hann 23 mörk í 44 leikjum fyrir félagið.

Arsenal hefur verið orðað við fjölda framherja í félagsskiptaglugganum í sumar, meðal annars Gonzalo Higuain og Mauro Icardi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert