Annar frá Liverpool til Bournemouth

Brad Smith með búning Bournemouth í dag.
Brad Smith með búning Bournemouth í dag. Ljósmynd/Bournemouth

Enska knattspyrnufélagið Bournemouth tilkynnti fyrir stundu að það hefði fengið í sínar raðir ástralska bakvörðinn Brad Smith frá Liverpool og samið við hann til fjögurra ára. Talið er að kaupverðið sé þrjár milljónir punda.

Smith er 22 ára gamall vinstri bakvörður sem flutti fjórtán ára gamall til Liverpool frá heimalandi sínu og spilaði með yngri landsliðum Englendinga. Hann valdi síðan að spila fyrir hönd Ástralíu fyrir tveimur árum og á níu landsleiki að baki.

Smith lék ellefu leiki með aðalliði Liverpool, fimm þeirra í úrvalsdeildinni.

Hann er annar leikmaðurinn sem  Bournemouth fær frá Liverpool í þessum mánuði en fyrir skömmu keypti félagið kantmanninn Jordon Ibe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert