Wenger vantar miðvörð

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hann þurfi að krækja í reyndan miðvörð eftir að ljóst varð að Þjóðverjinn Per Mertesacker yrði frá keppni næstu mánuðina.

Mertesacker meiddist á hné í æfingaleik gegn Lens á föstudaginn og þurfti að gangast undir uppskurð í Þýskalandi í gær.

Lið Arsenal er nú í Bandaríkjunum og mætir úrvalsliði MLS-deildarinnar á morgun. Wenger sagði á vef Arsenal að nú yrði að fylla í skarðið til að fá meiri reynslu í varnarlínuna.

„Þar sem Per er úr leik er reynslan þar takmörkuð og við erum að svipast um eftir leikmnani,“ sagði Wenger sem er með þá Gabriel og Laurent Koscielny sem fyrstu kosti í miðvarðarstöðurnar en aðrir miðverðir eru ungir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert