Þetta var rautt spjald (myndskeið)

Klavan liggur eftir tæklinguna.
Klavan liggur eftir tæklinguna. AFP

Chelsea sigraði Liverpool, 1:0, í æfingaleik liðanna í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Gary Cahill skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en liðin undirbúa sig fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni sem hefst eftir rúmar tvær vikur.

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fábregas var rekinn af leikvelli þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Hann braut á nýjum liðsmanni Liverpool, Ragnar Klavan, og var umsvifalaust sendur í sturtu.

„Þetta var klárt rautt spjald. Fábregas kom inn í búningsklefann eftir leikinn og baðst afsökunar en hann kom of seint inn í tæklinguna. Stundum þegar þú ert of seinn þá færðu rautt spjald en þannig var þetta,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn.

Myndskeið af tæklingunni má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert