Klopp hrósar Íslandi í hástert

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þótti mikið til íslenskra stuðningsmanna koma á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar þar sem íslenska karlalandsliðið fór eins og frægt er orðið alla leið í átta liða úrslit á mótinu.

Ummælin frá hinum litríka Klopp komu fram í skemmtilegu viðtali sem enski sjónvarpsmaðurinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gary Lineker tók fyrir breska ríkisútvarpið.

„Ég hef aldrei séð skýrara merki um eitt land algjörlega á bak við eitt lið. Þú heyrðir bara góðar fréttir að heiman. Ísland og allt landið bíður og allir vilja fara til Frakklands að horfa á leikinn,” sagði Jürgen Klopp um íslensku stuðningsmennina. Ummæli Klopp má sjá hér að neðan á mínútu 08:30, en sjónvarpsstöð Liverpool birti viðtalið á Youtube-síðu sinni.

Þessi lýsing á Íslandi á EM var að mati Klopp algjörlega á skjön við það sem átti sér stað á sama tíma í Englandi fyrir leikinn. „Einum degi fyrir (leikinn) heyrðu ensku strákarnir aðeins fréttir um Brexit,” sagði Klopp meðal annars.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fékk ásamt …
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fékk ásamt liðsfélögum sínum afar góðan stuðning íslensku þjóðarinnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert