Mourinho gerir grín að þýskum

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut föstum skotum á Karl Heinz Rumenigge, forseta Bayern München, í dag og gerði beinlínis grín að honum.

Mourinho hefur verið gagnrýndur mjög fyrir meðferð sína á þýska miðjumanninum Bastian Schweinsteiger hjá United sem fær ekki lengur að æfa með aðalliðinu eða þá vera með þeim í klefa.

Mourinho sagði hins vegar í dag að ástæðan fyrir þessu væri einföld, liðið hefði fimm leikmenn auk Schweinsteigers til þess að manna tvær stöður á miðjunni, Þá Paul Pogba, Ander Herrera, Morgan Schneiderlin, Marouane Fellaini og Michael Carrick.

„Við höfum leikmenn í tvær stöður. Það er mjög ólíklegt að tækifæri (fyrir Schweinsteiger) muni bjóðast,” sagði Mourinho en myndskeið má sjá af því hér frá vefsíðu Sky Sports.

„Ég hef lesið ummæli frá fólki hjá Bayern München. Ég bjóst við að það myndi hlaupa til Manchester til þess að ná í hann aftur. En nei, það gerðist ekki,” sagði Mourinho.

„Það kemur mér á óvart að herra Rumenigger er ekki hingað mættur núna til að ná í hann aftur,” sagði Mourinho í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert