Tap hjá Gylfa í rigningarslag í Leicester

Jamie Vardy fagnar marki sínu fyrir Leicester.
Jamie Vardy fagnar marki sínu fyrir Leicester. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Swansea þurftu að sætta sig við 2:1 tap gegn Englandsmeisturunum Leicester í grenjandi rigningu á King-Power vellinum í Leicester þegar liðin mættust þar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Englandsmeistararnir komust í 2:0. Fyrst skoraði Jamie Vardy undir lok fyrri hálfleiks en fyrirliði Leicester, West Morgan bætti síðan öðru marki á 53. mínútu. Þremur mínútum síðar misnotaði Riyad Mahrez vítaspyrnu og mistókst að koma liðinu í 3:0.

Leicester-menn voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en Swansea-liðið er öflugt og átti í fullu tré við Leicester. Leroy Fer minnkaði muninn fyrir Swansea á 81. mínútu en lengra komst liðið ekki.

Gylfi Þór Sigurðsson var áberandi að vanda í liði Swansea og átti fjölmargar marktilraunir en inn vildi boltinn ekki. Honum var skipt út af á 59. mínútu. Swansea hefur þrjú stig eftir þrjá lleiki og Leicester fjögur stig en sigur þeirra í dag var sá fyrsti á þessu tímabili.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fengu skell gegn Chelsea, 3:0 á Stamford Bridge. Jóhann Berg kom að vanda inn í lið Burnley sem varamaður, en hann kom inn á völlinn á 57. mínútu. Eden Hazard, Willian og Victor Moses skoruðu mörk Chelsea sem hefur fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Burnley hefur 3 stig eftir sigur á Liverpool í síðustu umferð og tvö töp.

Arsenal vann skyldusigur á Watford í dag, 3:1, en leikið var á Vicarage Road í Watford. Sigurinn hjá Arsenal var sá fyrsti á tímabilinun en liðið hefur fjögur stig úr þremur leikjum. Mörk Arsenal skoruðu Santi Cazorla, Alexis Sánchez og Mesut Özil.

Þá gerðu Crystal Palace og Bournemouth 1:1 jafntefli sem og Southampton og Sunderland. Það leit allt út fyrir Davis Moyes næði að stýra Sunderland til fyrsta sigurs liðsins undir hans stjórn í deildinni en mark Jay Rodriguez fimm mínútum fyrir leikslok kom í veg fyrir það.

Þá vann Everton Stoke 1:0 þar sem eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu. Markið var reyndar skráð sem sjálfsmark á hinn fertuga Shay Given í marki Stoke.

Úrslit leikjanna kl. 14:

Leicester - Swansea, 2:1
Chelsea - Burnley, 3:0
C. Palace - Bournemouth, 1:1
Everton - Stoke, 1:0
Southampton - Sunderland, 1:1
Watford - Arsenal, 1:3

15:45 Leikjunum er lokið og lokatölur má sjá hér að ofan.
15:52 MARK!
Scott Dunn jafnar metin fyrir Palace gegn Bournemouth!
15:45 MARK
Victor Moses af öllum mönnum skorar fyrir Chelsea. Staðan 3:0.
15:41 MARK!
Jay Rodriguez jafnar metin fyrir Southampton gegn Sunderland. Staðan 1:1.
15:37
Leroy Fer minnkar muninn fyrir Swansea gegn Leicester, staðan 2:1!
15:36 MARK!
Jermain Defoe kemur Sunderland yfir! Staðan 1:0!
15:17
MARK! 
Roberto Pereyra minnkar muninn fyrir Watford gegn Arsenal, staðan þar 3:1 fyrir Arsenal.
15:15
Schmeichel fer meiddur af velli hjá Leicester
15:14 VÍTI VARIÐ!
Fabianski ver tvívegis frábærlega. Fyrst frá Mahrez sem tók slakt víti og síðan frákastið frá Okasaki.
15:11 MARK!
West Morgan fyrirliði Leicester tvöfalda forystu Englandsmeistaranna. Skorar með skoti af stuttu færi eftir baráttu í teignum eftir hornspyrnu. Staðan 2:0.
15:09 MARK Shay Given, hinn fertugi markvörður Stoke, skorar sjálfsmark. Reyndi að verja víti en knötturinn fór í stöngina og í Given og inn.
14:45 Mark!
Arsenal komið í 3:0 gegn Watford. Özil skorar fyrir Arsenal í þetta skiptið með skalla eftir sendingu frá Sánchez.
14:42 MARK! Willian kemur Chelsea í 2:0 gegn Burnley. Stoðsendinguna átti Diego Costa.
14:39 MARK!
Alexis Sáncez kemur Arsenal í 2:0.
14:34
Gylfi enn á ný með marktilraun, skot hans rétt yfir!
14:32 MARK!
Jæja, Jamie Vardie er kominn í gang. Skorar ekta Vardy-mark, sleppur í gegn með varnarmann í sér, en er sterkur og þrumar knettinum svo í stöng og inn. Leicester 1 Swansea 0.
14:30
Gylfi hefur átt tvær tilraunir á markið hjá Swansea og verið einn öflugasti leikmaður Swansea til þessa!
14:11 Joshua King kemur Bournemouth yfir gegn Crystal Palace.
14:09 MARK!
Santi Cazorla kemur Arsenal yfir úr vítaspyrnu!
14:09 MARK! Eden Hazard kemur Chelsea yfir gegn Jóa Berg og félögum í Burnley.
14:01 Leikirnir eru farnir af stað!
13:13 Byrjunarliðin fyrir leikina kl. 14.

Sunderland: Pickford, Manquillo, Kone, Djilobodji, Van Aanholt, Rodwell, Gooch, Pienaar, Borini, Januzaj, Defoe. 
Southampton: Forster, Cedric, van Dijk, Fonte, Targett, Hojbjerg, Davis, Redmond, Tadic, Romeu, Austin. 

Watford: Gomes, Kaboul, Prodl, Kabasele, Amrabat, Guedioura, Capoue, Behrami, Holebas, Deeney, Ighalo.
Arsenal: Cech, Bellerin, Holding, Koscielny, Monreal, Cazorla, Xhaka, Walcott, Sanchez, Oxlade-Chamberlin.

Leicester: Schmeichel, Simpson, Huth, Morgan, Fuchs, Mahrez, Drinkwater, Amartey, Albrighton, Okazaki, Vardy.
Swansea: Fabianski, Naughton, Fernandez, Amat, Kingsley, Cork, Fer, Routledge, Sigurdsson, Barrow, Llorente.

C. Palace: Mandanda, Ward, Dann, Delaney, Souare, Townsend, McArthur, Cabaye, Puncheon, Benteke, Wickham.
BournemouthBoruc, Smith, Francis, Cook, Daniels, Ibe, Surman, Arter, Fraser, King, Wilson.

Stoke: Given; Bardsley, Shawcross, Cameron, Pieters; Whelan, Imbula; Diouf, Allen, Arnautovic; Crouch
Everton: Stekelenburg, Baines, Williams, Jagielka (c), Holgate, Barry, Gueye, Bolasie, Mirallas, Barkley, Lukaku

Chelsea: Courtois, Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta, Kante; Willian, Oscar, Matic, Hazard, Diego Costa.
Burnley: Heaton, Lowton, Keane, Mee, Ward, Boyd, Marney, Defour, Arfield, Gray, Vokes.

13:07 Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í holunni fyrir aftan Fernando Llorente í fremstu víglínu Swansea sem leikur gegn Englandsmeisturum Leicester.

Jóhann Berg Guðmundsson er sem fyrr á bekknum hjá Burnley sem mætir Chelsea á Stamford Bridge. Er þetta þriðji leikurinn í röð sem Jóhann vermir tréverkið en hann var fyrsti varamaður liðsins í sigrinum á Liverpool í síðustu umferð.

Shinji Okazaki, Swansea, í baráttu við Jack Cork, Leicester, í …
Shinji Okazaki, Swansea, í baráttu við Jack Cork, Leicester, í dag. AFP
Adlene Guedioura í baráttunni við Alex Oxlade-Chamberlain.
Adlene Guedioura í baráttunni við Alex Oxlade-Chamberlain. AFP
Jamie Vardy er búinn að skora fyrir Leicester.
Jamie Vardy er búinn að skora fyrir Leicester. AFP
Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea mæta Leicester í dag.
Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea mæta Leicester í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert