Fyrsti landsliðshópur Allardyce

Sam Allardyce valdi leikmannahóp enska landsliðsins í dag.
Sam Allardyce valdi leikmannahóp enska landsliðsins í dag. AFP

Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni en liðið á leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í byrjun september.

Roy Hodgson var látinn taka poka sinn eftir tap Englands gegn Íslandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins sem fór fram í Frakklandi í sumar.

Enska knattspyrnusambandið ákvað að ráða Sam Allardyce til starfa en hann hefur nú þegar valið leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Slóvakíu í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Það er ekki mikið um óvæntar breytingar á hópnum. Michail Antonio, leikmaður West Ham, er í hópnum. Wayne Rooney er þá skráður sem miðjumaður í hópnum en ekkert pláss er fyrir Ross Barkley, leikmann Everton.

Hér fyrir neðan má sjá hópinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert