Hvetur Rooney til að hætta með landsliðinu

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Fyrrverandi sóknarmaður enska landsliðsins í knattspyrnu, Alan Shearer, telur að enski landsliðsfyrirliðinn, Wayne Rooney, ætti að hætta að leika með enska landsliðinu.

„Það er kominn tími til að Rooney verði sjálfelskur og hugsi bara um sjálfan sig,“ skrifaði Shearer í grein í The Sun.

„Mér finnst erfitt að skrifa það en ég tel að hann ætti að hætta að leika með landsliðinu. Ég er alls ekki að meina að hann sé ekki nógu góður til að leika fyrir England,“ bætti Shearer við.

„Hann er þrítugur og það verður stöðugt erfiðara að ná fram því besta bæði með félagsliði og landsliðinu,“ skrifaði Shearer en Rooney er fyrirliði Manchester United sem og enska landsliðsins.

„Það er kominn tími til að hann átti sig á því að hann getur ekki haldið áfram að leika með báðum liðum. Ég meina þetta með hans velferð í huga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert