Chelsea sló Englandsmeistarana úr leik

Cesc Fábregas fagnar marki sínu fyrir Chelsea í kvöld.
Cesc Fábregas fagnar marki sínu fyrir Chelsea í kvöld. AFP

Chelsea sigraði Englandsmeistara Leicester, 4:2 eftir framlengingu, í þriðju umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu í kvöld.

Englandsmeistararnir komust í 2:0 með mörkum frá Shinji Okazaki. Chelsea jafnaði metin í 2:2 en varnarmennirnir Gary Carhill og Cesar Azpilicueta skoruðu mörkin og staðan jöfn að loknum 90 mínútum og því þurfti að grípa til framlengingar. 

Marcin Wasilewski, varnarmaður Leicester, var rekinn af leikvelli á 89. mínútu og heimamenn því manni færri í framlengingunni.

Gestirnir voru sterkari í framlenginunni, Cesc Fábregas skoraði tvö mörk fyrir þá og tryggði þeim áframhaldandi þátttökurétt í deildabikarnum en Leicester er úr leik.

Preston sigraði Bournemouth, 3:2 eftir framlengingu, í sömu keppni. Líkt og í leik Leicester og Chelsea var staðan 2:2 að loknum 90 mínútum en gestirnir frá Preston skoruðu eina mark framlengingarinnar og tryggðu sér sæti í fjórðu umferð á kostnað Bournemouth. Daninn Simon Makienok skoraði öll mörk Preston í leiknum.

Liverpool og Arsenal höfðu áður tryggt sér sæti í fjórðu umferðinni eins og lesa má um hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert