„Ég er ekki læknir“

Harry Kane heldur um ökklann eftir að hafa orðið fyrir …
Harry Kane heldur um ökklann eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á sunnudag. AFP

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, hefur staðfest að sóknarmaðurinn Harry Kane meiddist á ökkla í sigurleiknum gegn Sunderland á sunndag. Hann kveðst þó ekkert vita um það hversu lengi Kane verður frá keppni.

Enskir fjölmiðlar halda því fram að Kane verði frá keppni næstu tvo mánuðina en hann sneri sig á hægri ökkla undir lok leiksins. Pochettino segir að meiðslin verði metin dag frá degi:

„Við skoðum málið á hverjum degi og bíðum og sjáum til. Það er ómögulegt fyrir mig að koma með einhverja tímasetningu á það hvenær hann snýr aftur út á völlinn. Ég er ekki læknir,“ sagði Pochettino.

„Orðrómarnir segja hitt og þetta. Við getum ekki giskað á hvort þetta verða átta vikur, tíu, fjórar eða ein vika. Það er ómögulegt að sjá það núna,“ bætti Pochettino við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert