Gylfi skoraði gegn Manchester City

Gylfi sést hér skora mark sitt gegn Manchester City í …
Gylfi sést hér skora mark sitt gegn Manchester City í kvöld. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark Swansea en liðið tapaði 2:1 á heimavelli fyrir Manchester City í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik en Gael Clichy og Aleix Garcia komu gestunum frá Manchester í tveggja marka forystu um miðjan seinni hálfleik.

Gylfi kom inn á sem varamaður þegar hálftími var eftir. Hann minnkaði muninn í uppbótartíma en fleiri urðu mörkin ekki og Swansea úr leik í deildabikarnum.

Manchester United sigraði Northampton, 3:1. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 1:1, en gestirnir bættu tveimur mörkum við í seinni hálfleik og tryggðu sér sæti í fjórðu umferð. Michael Carrick, Ander Herrera og Marcus Rashford skoruðu mörk United en Alex Revell skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu.

Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Fulham sem tapaði, 2:1, á heimavelli fyrir Bristol City.

Úrslit kvöldsins í enska deildabikarnum:

Swansea - Manchester City 1:2
Northampton - Manchester United 1:3
QPR - Sunderland 1:2
West Ham - Accrington 1:0
Southampton - Crystal Palace 2:0
Fulham - Bristol City 1:2
Tottenham - Gillingham 5:0
Stoke - Hull 1:2

Leikmenn Manchester United fagna marki í kvöld.
Leikmenn Manchester United fagna marki í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert