Tapar United fjórða leiknum í röð?

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

Þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu lýkur í kvöld með átta leikjum og meðal liða sem verða í eldlínunni verða Manchester City, Manchester United, Tottenham og Swansea og þá verður Íslendingaslagur.

Manchester United sem hefur tapað þremur leikjum í röð sækir C-deildarliðið Northampton heim og víst er José Mourinho, stjóri United, vill sjá sína menn komast aftur á sigurbraut en eftir tapleikina þrjá í röð hefur pressan aukist á portúgalska knattspyrnustjóranum.

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Swansea taka á móti Manchester City en liðin eigast við í deildinni á laugardaginn og það einnig á heimavelli Swansea.

Tottenham mætir Gillingham á útivelli og þá er Íslendingaslagur en Fulham, lið Ragnars Sigurðsson mætir Bristol City á heimavelli en með liðinu leikur Hörður Björgvin Magnússon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert