Verður Giggs næsti stjóri Gylfa?

Swansea tapaði 2:1 fyrir Manchester City í deildabikarnum í kvöld …
Swansea tapaði 2:1 fyrir Manchester City í deildabikarnum í kvöld en liðin mætast aftur í úrvalsdeildinni um næstu helgi. AFP

Stjórnarformaður Swansea, sem landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson leikur með, er sagður vilja fá Ryan Giggs sem knattspyrnustjóra félagsins. 

Gengi Swansea hefur verið slakt það sem af er tímabili og Francesco Guidolin, knattspyrnustjóri félagsins, þykir valtur í sessi. Swansea er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 5 stig og í kvöld féll liðið úr leik í deildabikarnum.

Samkvæmt welskum fjölmiðlum hefur stjórnarformaður Swansea, Huw Jenkins, líst yfir áhuga á því að fá Giggs til starfa hjá Swansea. Bandarískir eigendur liðsins eru hins vegar sagðir smeykir við að gera svo stórvægilegar breytingar svona snemma á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert