Enn farið illa með Schweinsteiger

Bastian Schweinsteiger er í frystikistunni.
Bastian Schweinsteiger er í frystikistunni. AFP

Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hefur ekki átt sjö dagana sæla í herbúðum Manchester United eftir að José Mourinho tók við taumunum hjá félaginu í vetur.

Hinum 32 ára gamla Schweinsteiger var sagt að hann væri ekki inni í myndinni hjá liðinu í vetur. Hann var ekki valinn í hópinn sem er löglegur til leiks í Evrópudeildinni og þá hefur hann verið látinn æfa með varaliðinu. Sjálfur hefur hann sagst vera klár ef kallið kemur.

Það virðist hins vegar ekki breyta neinu, því í vikunni var liðsmyndataka hjá United og sá þýski var hvergi sjáanlegur. 25 leikmenn og sex manna þjálfarateymi Mourinho voru myndaðir, en ekkert pláss var fyrir Schweinsteiger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert