Segir Rooney skaddaðan af almenningi

Wayne Rooney hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið.
Wayne Rooney hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að fyrirliðinn Wayne Rooney sé skaddaður af þeirri neikvæðu fjölmiðlaumfjöllun sem hefur verið um hann að undanförnu.

Rooney hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína það sem af er tímabili, bæði með United sem og enska landsliðinu. Mourinho segir að Rooney hafi breyst frá síðasta landsliðsverkefni með Englandi gegn Slóvakíu.

„Ég kenni almenningi um eftir leikinn gegn Slóvakíu. Fólk var of harðort við einstakling sem er gríðarlega mikilvægur fyrir þjóðina og enskan fótbolta. Hann er fyrirliði Englands, markahæsti leikmaðurinn í sögunni og mér fannst þetta of mikið,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert