Stórsigur Harðar - Jón Daði lagði upp

Hörður Björgvin Magnússon fagnar marki með Bristol á tímabilinu.
Hörður Björgvin Magnússon fagnar marki með Bristol á tímabilinu. Heimasíða Bristol City

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City unnu öruggan 4:0 sigur á Fulham í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Ragnar Sigurðsson lék allan tímann í vörninni hjá Fuham líkt og Hörður gerði fyrir Bristol. Bristol hefur 14 stig í 10. sæti en Fulham hefur 13 stig í 13. sæti.

Fleiri landsliðsmenn voru á ferðinni í ensku B-deildinni.

Jón Daði Böðvarsson var að vanda í byrjunarliði Wolves sem vann Brentford 3:1 en Jón Daði lagði upp þriðja mark Wolves. Wolves hefur 15 stig í 8. sæti.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki í hópi Cardiff sem vann langþráðan sigur á Rotherham en liðið hafði tapað síðustu fjórum leikjum í röð. Cardiff er rétt fyrir ofan fallsvæðið en liðið hefur 8 stig í 21. sæti, tveimur meira en Derby County og Rotherham og þremur meira en Wigan sem er á botninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert