Þurfum að hafa síðustu leiktíð í huga

Antonio Conte var skiljanlega súr á svip á hliðarlínunni í …
Antonio Conte var skiljanlega súr á svip á hliðarlínunni í dag. AFP

„Eftir daginn í dag áttum við okkur á því að við verðum að leggja hart að okkur og að við séum bara gott lið á pappírnum. Svona er alltaf liðsvandamál frekar en ákveðnir einstaklingar. Þegar ekkert gengur er erfitt fyrir einstaka leikmenn að spila vel,” sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea, eftir 3:0 tapið gegn Arsenal í kvöld.

Gary Cahill gerði sig sekan um slæm mistök annan leikinn í röð er hann missti boltann úr öftustu varnarlínu, en upp úr þeim varnarmistökum skoraði Alexis Sánchez fyrsta mark Skyttanna.

„Ég vil ekki tala um mistökin. Það er ekki réttlátt gagnvart leikmanninum (Cahill). Við vinnum og töpum sem lið, “sagði Conte og ítrekaði enn frekar að liðið yrði að leggja harðar að sér og að nöfnin á pappírnum skiluðu litlu.

„Við verðum að hafa síðustu leiktíð í huga til þess að endurtaka ekki mistökin. Við þurfum að horfa í eigin barm og finna rétta leið sem fyrst,” sagði Conte.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert