Tapið olli svefnleysi

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, á hliðarlínunni í leik liðsins gegn …
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Arsenal um helgina. AFP

Chelsea steinlá fyrir Arsenal, 3:0, þegar liðin mættust í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Emirates á laugardaginn. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði á blaðamannafundi í dag að tapið og gengi liðsins í upphafi leiktíðarinnar valdi því að hann eigi í vandræðum með svefn.  

Chelsea hefur nú leikir þrjá leiki án sigurs, en liðið eru nú í áttunda sæti deildarinnar með 10 stig og er átta stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppi deildarinnar. 

„Ég hef lítið sofið eftir þennan leik og spilamennska liðsins veldur mér miklum áhyggjum. Eftir tapleiki þá sef ég yfirleitt lítið sem ekkert þar sem ég velti frammistöðu liðsins fyrir mér. Við verðum að bregðast við þessu sem allra fyrst og það er stefnan að snúa þessu slæma gengi við í næstu leikjum,“ sagði Conte á blaðamannafundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert