Laun Allardyce fyrir einn leik

Sam Allardyce yfirgefur heimili sitt í Bolton í morgun.
Sam Allardyce yfirgefur heimili sitt í Bolton í morgun. AFP

Sam Allardyce, sem rekinn var úr starfi sem þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu í gær, náði á þeim 67 dögum sem hann var í starfi að fá ágæta summu í vasann frá enska knattspyrnusambandinu.

Allardyce fékk 550 þúsund pund í laun fyrir þessa 67 daga sem hann var í starfi en sú upphæð jafngildir tæplega 82 milljónum króna. Á þessum tíma stýrði Allardyce enska landsliðinu í aðeins einum leik og þar var í sigurleik á móti Slóvökum á útivelli í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert