Wenger opinn fyrir enska landsliðinu

Arsene Wenger útilokar ekki að taka við enska landsliðinu í …
Arsene Wenger útilokar ekki að taka við enska landsliðinu í framtíðinni. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Englands bæði fyrir og eftir daga Sam Allardyce í því starfi. Hann er opinn fyrir því að taka við starfinu einn daginn.

Wenger var spurður út í málið á fréttamannafundi í dag. Enskir miðlar hafa bent á að núgildandi samningur Wengers við Arsenal renni út næsta sumar, og hann geti þá tekið við landsliðinu. Gareth Southgate stýrir landsliðinu í næstu fjórum leikjum hið minnsta, en eftir það er næsti mótsleikur ekki fyrr en í mars.

„Einn daginn, ef ég yrði á lausu, af hverju ekki?“ sagði Wenger á fréttamannafundinum í dag, aðspurður hvort hann væri til í að taka við enska landsliðinu.

Wenger fagnar 20 ára afmæli sem stjóri Arsenal á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert