Tottenham upp að hlið toppliðanna

Bournemouth og Tottenham Hotspur gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Vitality vellinum í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Charlie Daniels komst næst því að skora fyrir Bournemouth, en Hugo Lloris, markvörður Tottenham Hotspur, varði skot hans af stutti færi meistaralega og boltinn fór síðan í þverslána á marki Tottenham Hotspur og yfir.

Erik Lamela, leikmaður Tottenham Hotspur, átti síðan gott skot rétt utan vítateigs Bournemouth, en skot hans hafnaði í í stönginni á marki Bournemouth.    

Tottenham Hotspur mistókst því að tylla sér á topp deildarinnar, en liðið er með jafn mörg stig og jafnaði toppliðin Manchester City og Arsenal, að stigum með þessu jafntefli.

Arsenal og Manchester City eiga leik til góða á Tottenham Hotspur, en Arsenal mætir Middlesbrough klukkan 14.00 í dag og Manchester City fær Southampton í heimsókn á morgun. 

90. Leik lokið með markalausu jafntefli. 

90. Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma. 

89. Adam Smith, leikmaður Bournemouth, kemst fyrir skot Erik Lamela með góðri tæklingu.  

89. Benik Afobe, leikmaður Bournemouth, með skalla rétt yfir mark Tottenham Hotspur eftir góða fyrirgjöf Simon Francis. 

88. Skipting hjá Bournemouth. Joshua King fer af velli og Ryan Fraser kemur inná.

82. Skipting hjá Bournemouth. Callum Wilson fer af velli og Benik Afobe kemur inná. 

75. Danny Rose, leikmaður Tottenham Hotspur, með laust skot eftir fyrirgjöf Moussa Sissoko sem Artur Boruc, markvörður Bournemouth, á ekki í vandræðum með að verja. 

72. Skipting hjá Tottenham Hotspur. Dele Alli fer af velli og Moussa Sissoko kemur inná. 

67. Max-Alain Gradel, leikmaður Bournemouth er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

62. Skipting hjá Tottenham Hotspur. Heung-Min Son fer af velli og Vincent Janssen kemur inná. 

61. Harry Arter, leikmaður Bournemouth kemur í veg fyrir að Heung-Min Son, leikmaður Tottenham Hotspur, nái skoti að marki Bournemouth í góðu færi með góðri tæklingu. 

60. Skipting hjá Bournemouth. Jordan Ibe fer af velli og Max-Alain Gradel kemur inná.

52. Erik Lamela, leikmaður Tottenham Hotspur, með skot yfir mark Bournemouth. 

48. Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur, með fyrsta skoti seinni hálfleiksins. Alli skýtur rétt utan vítateigs Bournemouth, en Artur Boruc, markvörður Bournemouth, ver skotið.  

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Vitality vellinum. 

45. Hálfleikur á Vitality vellinum. Staðan er markalaus eftir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik. 

43. Danny Rose, leikmaður Tottenham Hotspur, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot.

39. Dan Gosling, leikmaður Bournemouth, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

38. Erik Lamela, leikmaður Tottenham Hotspur, heimtar vítaspyrnu eftir viðskipti sín við Charlie Daniels, leikmann Bournemouth. Craig Pawson er hins vegar ekki sammála Lamela sem virtist falla full auðveldlega og Pawson lætur leikinn halda áfram. 

37. Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

35. Jan Vertonghen, leikmaður Tottenham Hotspur, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

28. Christian Eriksen, leikmaður Tottenham Hotspur, með skot rétt utan vítateigs Bournemouth sem Artur Boruc, markvörður Bournemouth ver vel. 

18. Erik Lamela, leikmaður Tottenham Hotspur, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

17. Erik Lamela, leikmaður Tottenham Hotspur, með skot í stöngina á marki Bournemouth. 

16. Bournemouth er sterkari aðilinn þessa stundina, en leikmenn liðsins hafa átt nokkrar marktilraunir að marki Tottenham Hotspur og liðið hefur fengið nokkra hornspyrnur. 

6. Charlie Daniels nálægt því að koma Bournemouth yfir, en Hugo Lloris, markvörður Tottenham Hotspur, ver skot hans af stuttu færi í þverslána. 

1. Leikurinn er hafinn á Vitality vellinum. 

Byrjunarlið Bournemouth: Boruc - Smith, Francis, Cook, Daniels, Ibe, Arter, Surman, Wilshere, King, Wilson.

Byrjunarlið Tottenham Hotspur: Lloris - Walker, Dier, Vertonghen, Rose, Wanyama, Dembele, Lamela, Eriksen, Dele, Son. 

0. Tottenham Hotspur er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig fyrir leik liðanna í dag og getur skotist á topp deildarinnar um stundarsakir hið minnsta með sigri í þessum leik. Bournemouth er aftu rá móti í ellefta sæti deildarinnar með ellefu stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert