Jóhann átti risastóran þátt í sigri Burnley

Jóhann Berg í búningi Burnley.
Jóhann Berg í búningi Burnley. Ljósmynd/twitter

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson átti stóran þátt í báðum mörkum Burnley sem vann Everton 2:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þá var Gylfi Þór Sigurðsson sem fyrr áberandi í liði Swansea í markalausu jafntefli.

Jóhann þrumaði í þverslána á lokamínútu leiksins og félagi hans Scott Arfield fylgdi á eftir skotinu og skoraði sigurmark Burnley.

Þá átti Jóhann algjörlega lykilsendingu í fyrra marki Burnley, tók boltann á lofti og hælaði hann á Sam Vokes sem gerði vel og kom Burnley yfir. Yannick Bolasie jafnaði metin fyrir Everton en á 90. mínútu þrumaði Jóhann í slána með fyrrgreindum afleiðingum.

Gylfi Þór Sigurðsson komst líklega næst því að skora fyrir Swansea sem gerði markalaust jafntefli við Watford. Fyrst varði hinn brasilíski Gomes varði skot hans úr aukaspyrnu á glæsilegan hátt á 64. mínútu og undir lok leiks átti Gylfi skot í stöng. 0:0 lokatölur hjá Swansea og Watford þar sem heimamenn í Swansea voru mikið mun sterkari.

Arsenal gerði einnig markalaust jafntefli gegn nýliðum Middlesbrough. Heimamenn héldu boltanum miklu meira eins og við var að búast en tókst ekki að koma knettinum inn fyrir línuna. Þeir skoruðu mark í uppbótartíma sem flaggað var af vegna rangstöðu.

Winston Reid var svo hetja West Ham sem vann Sunderland 1:0 en hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. 

Þá komust Englandsmeistarar Leicester í gang og unnu Crystal Palace 3:1 en þeir komust í 3:0. 

Leikir dagsins eru eftirtaldir:

0:0 Swansea City - Watford
1:1 Burnley - Everton
0:0 Arsenal - Middlesbrough
0:2 Hull City - Stoke City
3:1 Leicester City - Crystal Palace
1:0 West Ham United - Sunderland

15:55 Leikjunm er lokið!  Winston Reid kemur West Ham yfir í blálokin gegn Sunderland.

15:51 Scott Arfield kemur Burnley yfir á ný! 2:1! Jóhann Berg átti þrumuskot í þverslá og ARfield hirti frákastið og smellti honum í netið! Stefnir allt í frábæran sigur Jóa Berg og félaga.

15:44 Yohan Cabaye minnkar muninn fyrir Palace gegn Leicester. Staðan þar 3:1.

15:35 Christian Fuchs að koma Leicester í 3:0! Eru meistararnir loksins að komast í gang í deildinni?

15:20 Mark. Shinji Okazaki að koma Englandsmeisturunum í 2:0 gegn Crystal Palace.

15:15 Mark. Yannick Bolasie að jafna metin fyrir Everton gegn Burnley. 

15:05 Mark Shaqiri að koma Stoke í 2:0 með sínu öðru marki! 

15:04 Síðari hálfleikur að hefjast í leikjunum.

14:48 Kominn hálfleikur í leikjunum sex!

14:44 MARK! Ahmed Musa kemur Leicester yfir gegn Crystal Palace eftir undirbúning hins alsírska Islam Slimani!

14:39 MARK! Jói og Berg og félagar í Burnley komnir yfir gegn Everton. Sam Vokes með markið.

14:35 Það er bara eitt mark komið í leikjunum sex! Við bíðum bara eftir að flóðgáttirnar opnist!

Gylfi Þór Sigurðsson er hér í baráttunni við Valon Behrami, …
Gylfi Þór Sigurðsson er hér í baráttunni við Valon Behrami, leikmann Watford í dag. AFP

14:26 Xherdan Shaqiri að koma Stoke yfir gegn Hull með skoti af 16 metrunum. 

14:20 Enn ekkert mark komið í leikina. Gaston Ramier leikmaður Middlesbrough á hörkuskot nánast í samskeytin í leik liðsins gegn Arsenal. Boltinn út í teig og í haus sóknarmanns Middlesbrough.

14:00 Leikirnir eru farnir af stað og okkar menn, Gylfi og Jóhann, eru báðir á sínum stað í byrjunarliðinu.

0. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan:

Theo Walcott sóknarmaður Arsenal með augum á boltanum og George …
Theo Walcott sóknarmaður Arsenal með augum á boltanum og George Friend eltir hann. AFP

Swansea: Fabianski, Kingsley, van der Hoorn, Mawson, Naughton, Ki, Britton, Routledge, Sigurdsson, Barrow, Borja Baston.
Watford: Gomes, Zuniga, Prodl, Kaboul, Britos, Holebas, Capoue, Behrami, Pereyra, Deeney, Ighalo.

Burnley: Heaton, Lowton, Keane, Mee, Ward, Kightly, Hendrick, Arfield, Marney, Gudmundsson, Vokes
Everton: Stekelenburg, Oviedo, Jagielka, Williams, Coleman, Barry, Gana, Mirallas, Barkley, Bolasie, Lukaku

Arsenal: Cech, Bellerin, Mustafi, Koscielny, Monreal, Coquelin, Elneny, Walcott, Ozil, Iwobi, Alexis
Middlesbrough: Valdes, Barragan, Ayala, Gibson, Friend, De Roon, Clayton, Traore, Forshaw, Ramirez, Negredo

Hull: Marshall, Elmohamady, Dawson, Davies, Livermore, Meyler Huddlestone, Snodgrass, Mason, Clucas, Keane.
Stoke: Grant, Bardsley, Shawcross, M.Indi, Pieters, Whelan, Cameron, Shaqiri, Allen, Arnautovic, Bony.

Leicester: Schmeichel, Simpson, Morgan, Huth, Fuchs, Mahrez, Drinkwater, King, Musa, Okazaki, Slimani
C. Palace: Mandanda, Ward, Tomkins, Delaney, Kelly, McArthur, Ledley, Cabaye, Townsend, Zaha, Benteke.

West Ham: Adrian, Reid, Kouyate, Ogbonna, Antonio, Noble, Obiang, Fernandes, Lanzini, Zaza, Payet.
Sunderland: Pickford, Manquillo, Kone, O'Shea, Van Aanholt, Watmore, Rodwell, Ndong, Pienaar, Khazri, Defoe. 

Fyrsti Bandaríkjamaður til að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni, Bob …
Fyrsti Bandaríkjamaður til að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni, Bob Bradley, klappar hér fyrir stuðningsmönnum Swansea. Leikurinn er sá fyrsti sem hann stýrir á heimavelli en liðið tapaði undir hans stjórn 3:2 gegn Arsenal í síðustu umferð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert