Fannst leikmenn WBA vera 15 talsins

Jürgen Klopp eftir leikinn í dag.
Jürgen Klopp eftir leikinn í dag. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var ánægður með sína menn gegn stóru og sterku liði WBA í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.  Liverpool bar að lokum 2:1 sigur úr býtum, en liðið komst í 2:0 áður en WBA náði að koma inn einu marki undir lokin úr hornspyrnu.

„Ég er ánægður með frammistöðu míns liðs. Þetta var erfitt gegn West Brom, með alla þessa háloftabolta. Og þeir eru hættulegir í föstuleikatriðinum,“ sagði Jürgen Klopp. 

„Það hefði verið algjört grín ef við hefðum gert jafntefli í dag, það var magnað hvernig við spiluðum. Þetta var góð frammistaða gegn svona liði. Þeir komu hingað til að fá eithvað, en við leyfðum þeim aldrei að komast inn í leikinn,“ sagði Klopp.

„Hornspyrnurnar þeirra eru svo góðar að ég hafði það á tilfinningunni að þeir væru með 15 leikmenn í hvítum búningi í boxinu. Það var mikil, mikil áskorun fyrir okkur að halda einbeitingu,“ sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert