„Skotið hans Jóhanns hefði verið mark leiktíðarinnar“

Jóhann Berg í leik með Burnley á tímabilinu.
Jóhann Berg í leik með Burnley á tímabilinu. Ljósmynd/twitter

Liðsfélagi Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley, Scott Arfield, skoraði sigurmark liðsins í dag í uppbótartíma gegn Everton eftir að íslenski landsliðsmaðurinn hafði þrumað knettinum í þverslána út með sannkölluðu bylmingsskoti.

Frétt mbl.is: Jóhann átti risastóran þátt í sigri Burnley

Arfield var að vonum himinlifandi að skora sigurmarkið í 2:1 sigrinum á Everton sem var hans fyrsta á leiktíðinni en hann taldi sig þó vera örlítinn senuþjóf, á kostnað Jóhanns Bergs.

„Ef skotið hans Jóhanns hefði farið inn hefði það verið mark leiktíðarinnar. Ég stal kannski aðeins athyglinni,” sagði Arfield í dag hógvær en sjálfur gerði hann þó vel er hann fylgdi skotinu á eftir.

Burnley hefur eftir sigurinn í dag 10 stig í 14. sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert