Sautján ár frá álíka ósigri United

David de Gea markvörður United tekur bolta úr neti sínu …
David de Gea markvörður United tekur bolta úr neti sínu í dag. AFP

Manchester United tapaði fyrir Chelsea, 4:0, í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í dag eins og ítarlega hefur verið fjallað um hér á mbl.is.

Sjá frétt mbl.is: Chel­sea rót­burstaði United í end­ur­komu Mour­in­ho

Þetta var stærsti ósigur José Mourinho í öllum keppnum í sex ár. Síðast tapaði hann 5:0 fyrir Barcelona þegar hann var stjóri Real Madrid.

Þá er þetta jafnframt stærsti ósigur United í fimm ár, eða síðan liðið steinlá fyrir grönnum sínum í Manchester City í október árið 2011.

Það er hins vegar enn lengra síðan liðið tapaði útileik með fjórum mörkum eða meira. Það gerðist síðast árið 1999 og var það einnig gegn Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert