„Zlatan er farþegi“

Zlatan Ibrahimovic í leiknum gegn Chelsea.
Zlatan Ibrahimovic í leiknum gegn Chelsea. AFP

Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United á Englandi, hefur lítið gert í síðustu leikjum samkvæmt enska sparkspekingnum Ian Wright. United tapaði 4:0 fyrir Chelsea í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Sænski framherjinn byrjaði leiktíðina frábærlega með United en hann skoraði í leiknum um Samfélagsskjöldinn áður en hann skoraði fjögur mörk í fjórum úrvalsdeildarleikjum. Síðustu leikir hjá honum hafa þó verið slakir en Ian Wright, sem lék árum áður með Arsenal, segir að Jose Mourinho, stjóri United, ætti að setja hann á bekkinn.

„Zlatan Ibrahimovic þarf að skoða sig aðeins. Wayne Rooney hefur fengið mikla gagnrýni á sig fyrir spilamennsku sína á tímabilinu en Zlatan hefur ekki verið að spila langt undir getu miðað við hvernig hann byrjaði leiktíðina,“ sagði Wright.

„Hann hefur ekki sýnt fram á það að hann geti snúið gengi liðsins við. Hann hefur verið farþegi til þessa,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert