8 ára stúlka innan um fótboltabullur

Stuðningsmenn liðanna fara yfir málin á leiknum.
Stuðningsmenn liðanna fara yfir málin á leiknum. AFP

8 ára stúlka varð fyrir barðinu á fótboltabullum á bikarleik West Ham og Chelsea í Lundúnum á fimmtudagskvöldið ásamt fleiri börnum. 

Stúlkan og faðir hennar sögðu BBC frá því þegar smápeningum rigndi skyndilega yfir hana frá fótboltabullum meðan á leiknum stóð. 

Hlut stuðningsmanna West Ham virðast ekki bera miklu virðingu fyrir því að félagið hafi fengið sjálfan Ólympíuleikvanginn til afnota fyrir heimaleiki sína og nú þegar hafa þeir nokkrum sinnum orðið uppvísir að ólátum. 

Í hópi stuðningsmanna West Ham hafa fótboltabullur lengi haft sig í frammi og saga Chelsea geymir einnig slíka einstaklinga. Þegar þessi lið mætast er lögreglan því yfirleitt á varðbergi. 

Viðtal við stúlkuna og föðurinn

Tilbúnir að setja 200 stuðningsmenn í bann 

Lögregluþjónar fyrir utan leikvanginn.
Lögregluþjónar fyrir utan leikvanginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert