Má ég segja að mér líki Ferguson?

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður með að heyra Sir Alex Ferguson hrósa Liverpool-liðinu og lýsa þeim sem sterkum meistarakandídötum.

„Er í lagi að ég segi að mér líki við Alex Ferguson,“ sagði Klopp léttur. „Ég hitti hann áður en ég varð stjóri Liverpool. Það er vinalegt af honum að segja eitthvað svona jákvætt,“ sagði Klopp, sem stýrir Liverpool gegn Crystal Palace á morgun. Hjá Palace verður Christian Benteke í fremstu víglínu en hann hefur þótt standa sig vel með liðinu eftir komuna frá Liverpool.

„Þessi vistaskipti virtust sniðug. Palace keypti leikmanninn. Á síðasta ári sýndi hann alltaf hæfileika sína, sérstaklega í því að skalla boltann. Þetta kemur ekki á óvart. Við vitum hvaða hæfileika hann hefur. Það þurfa allir leikmenn rými til að þróast og sýna sig. Palace er gott lið. Ég hef bara stýrt liði gegn þeim þarna einu sinni en þetta er erfiður staður – lítill leikvangur og gott andrúmsloft,“ sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert