Góðar eða slæmar fréttir?

Philippe Coutinho heldur um fót sinn.
Philippe Coutinho heldur um fót sinn. AFP

Brasiliski miðjumaðurinn Philippe Coutinho fær að vita örlög sín í dag en hann meiddist á ökkla er Liverpool lék gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Hann gæti verið lengi frá.

Coutinho meiddist á ökkla í fyrri hálfleik og þurfti að fara af velli en óvíst er hversu lengi hann verður frá.

Hann hefur verið lykilmaður í liði Liverpool síðustu tvö ár eða svo og því ljóst að það yrði mikil blóðtaka ef hann fær slæmar fréttir í dag.

Enskir fjölmiðlar túlka Instagram-færsluna sem hann setti inn í dag á þann hátt að Coutinho sé í raun að undirbúa sig fyrir slæmu fréttirnar.

„Ég vil þakka stuðningsmönnunum, vinum mínum og fjölskyldu fyrir öll þau hlýju skilaboð sem ég hef fengið. Ég met það mikils,“ sagði Coutinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert