„Er fullkominn fyrir Tottenham“

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri Tottenham telur að Gylfi Þór Sigurðsson sé fullkominn leikmaður fyrir Tottenham og segir það synd að hann hafi yfir höfuð verið seldur frá félaginu.

Tottenham keypti Gylfa Þór í stjóratíð Andre-Villas Boas árið 2012 eftir að hann hafði átt góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Swansea. Pochettino tók við stjórastarfinu hjá Tottenham árið 2014 og úr varð að Gylfi var seldur til Swansea en Tottenham fékk á móti bakvörðinn Ben Davies.

Gylfi lék 58 deildarleiki með Tottenham frá 2012 til 2014 og skoraði í þeim 8 mörk.

„Eftir að Gylfi fór til Swansea höfum við séð hann þróast og ég tel hann vera fullkominn leikmann fyrir okkur. En á þessum tíma var það ákvörðun félagsins og hans sjálfs að fara til Swansea og finna aðra leið.

Í hvert skipti sem við mætum honum sýnir hann hæfileika sína, ekki bara sem leikmaður heldur sem persóna,“ segir Pochettino við enska blaðið Mirror en Tottenham tekur á móti Swansea í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert