Gylfi hefur gert betur en Eriksen

Gylfi fagnar marki með Swansea.
Gylfi fagnar marki með Swansea. AFP

Töluvert er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson í ensku pressunni í dag í aðdraganda leiks Tottenham og Swansea en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni á White Hart Lane á morgun.

Gylfi Þór lék sem kunnugt er með Tottenham frá 2012 til 2014 en fékk aldrei tækifæri til að festa sig í sessi hjá liðinu. Það fór svo hann var seldur til Swansea en Tottenham ákvað frekar að veðja á Danann Christian Eriksen.

Þegar tölfræði Eriksen og Gylfa er skoðuð frá tímabilinu 2014-15 kemur í ljós að Gylfi hefur betur. Hann hefur komið að 38 mörkum Swansea, skorað 22 mörk og hefur lagt upp 16. Eriksen hefur aftur á móti komið að 35 mörkum Tottenham, hefur skorað 17 mörk og hefur lagt upp 18.

Er fullkominn fyrir Tottenham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert